Nýir viðburðir komnir í sölu!

Um okkur

Um okkur

Mæja og Róbert ákvaðu að setja á fót sælkeraverslun sem býður upp á upplifun og lakkrísvörur. Heitið Lakkrísreimin vísar til þess að við hnýtum saman allt sem tengist lakkrís. Hjá Lakkrísreiminni fá fullorðnir að leika með lakkrís og lakkrísvörur, hvort sem það er sælgæti, snyrtivörur að bakstur. Í huga okkar er lakkrís skemmtilegur og bragðgóður og getur tekið á sig margar myndir, bæði hvað varðar útlit og bragð. Það er bara allt skemmtilegra með lakkrís. 

Við leggjum áherslu á að segja sögu lakkrís á Íslandi samhliða sölu á alls kyns vörum sem tengjast lakkrís og innihalda lakkrís. Hvernig fór Ísland frá því að vera með bann við innflutningi á sælgæti yfir í að framleiða dýrindis sælgæti úr lakkrís sem hefur meira segja að orðið að milliríkjadeilum milli Bülov og forseta Íslands? (https://www.mbl.is/matur/frettir/2022/09/08/johan_bulow_bidur_islendinga_afsokunar/)

Auk þess að selja íslenskar vörur seljum við ljúfengan lakkrís og lakkrístengdar vörur frá öðrum löndum, mestmegnis frá norðurlöndunum, þar sem hefðin fyrir nýjungum með lakkrís er rík. Rík áhersla er á að bjóða uppá vörur sem ekki eru á íslenskum markaði nú þegar, eins og Haupt sem er okkar aðalsamstarfsaðili. 

Til að hnýta sögur saman við bragðlaukana er boðið upp á lakkríssmökkun og skemmtilega viðburði fyrir hópa. Hægt er að velja ýmis ferðalög; íslenskur lakkrís, skrítin lakkrís, handgerður hágæða lakkrís með sögu “best of” Norðurlöndin, og lakkrís parað með ljúffengum vínum. 

event

Lakkríssmökkun og sérsniðnir viðburðir

Fyrir hópa bjóðum við upp á einstaka lakkríssmökkun og viðburði sem tengja saman sögur og bragðlauka. Veldu úr ýmsum ferðalögum:

Íslenskur lakkrís

Upplifðu íslenska lakkríssögu.

Skrítinn lakkrís

Fyrir ævintýragjarna sælkera.

Handgerður hágæða lakkrís

"Best Of" Norðurlöndin með sögu.

Lakkrís og vín

Paraðu lakkrís við ljúffeng vín.

Um Lakkrísreimina

Þar sem fullorðnir leika sér með lakkrís!

Mæja og Róbert bjóða þig velkominn í Lakkrísreimina, sælkeraverslun sem fagnar lakkrís í allri sinni dýrð. Við erum ekki bara að selja lakkrís – við erum að hnýta saman upplifun! Lakkrísreimin er vettvangur fyrir fullorðna til að leika sér, uppgötva nýtt og njóta þessa fjölhæfa sælgætis í nýju ljósi.

Í okkar huga er lakkrís ævintýri! Hann getur tekið á sig ótal form og bragðtegundir, og við trúum því að allt verði skemmtilegra með smá lakkrís. Komdu og upplifðu!