Saga lakkríss á Íslandi

17.-18. öld
Lakkrís sem lyf
Í 8. tölublaði Heilbrigðistíðinda frá 1871 er minnst á notkun lakkríssafa og salmíaks í meðali gegn hundaveiki, sem lýst er með hósta og öðrum einkennum.
Um aldamótin 1900
Innflutningur og auglýsingar
Um aldamótin 1900 eru auglýsingar fyrir lakkrís sem sælgæti farnar að birtast í blöðum. Þrjú afbrigði eru í boði: calabria lakkrís (1 eyri), franskur og enskur lakkrís (10 aurar).


Fyrstu áratugir 20. aldar
Íslensk framleiðsla
Í auglýsingu frá Eggert Kristjánsson & Co. árið 1925 er lakkrís nefndur sem ein af mörgum vörum í heildsölu.
Auglýsing frá Unga Íslandi, 1936, hvetur börn til að biðja um "Svana-lakkrísborða".
Auglýsing frá Surtseyjar Lakkrís! sem er nýr lakkrís frá nýrri verksmiðju á Selfossi. Í auglýsingunni eru ýmsar lakkrístegundir nefndar eins og slétt rör, snúin rör, bitar, bíó-rúllur og Surtseyjar-stengur. Fyrstu íslensku sælgætisgerðarnar (t.d. Nói Síríus stofnaður 1920) hófu framleiðslu á lakkrís-sælgæti, bæði hreinum lakkrís og lakkrísblöndum með súkkulaði.

Síðari hluti síðustu aldar
Lakkrís og súkkulaði
Eitt sett er fyrsta lakkrís og súkkulaði “twistið”. Tíðkaðist hjá ungu fólki að kaupa annars vegar súkkulaðilengju og hins vegar lakkríborða og vefja saman. Það varð innblástur að fyrsta súkkulaðinu með lakkrís. Nói Siríus fór að framleiða Eitt sett. Nú er komið Eitt sett af öllu!
Í grein frá 1997 er í tímaritinu Dagur minnst á að varhugavert sé að borða meira en 50g af lakkrís á dag. Allt sem er gott er hættulegt! Fari fólk að finna fyrir brengluðu jafnvægi salts í líkamanum og vökvasöfnun gæti það bent til þess að lakkríselskan sé að ganga úr hófi fram.
Íslenskur lakkrís
Sérstaða íslensks lakkríss er oft talin felast í:




